�??�?að verður nú bara að segjast eins og er að ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi fer ekki vel af stað hvað okkur Eyjamenn varðar. Ofan á sjómannaverkfall, sem fulltrúar ríkisins mæta með því sem í besta falli verður lýst sem afkiptaleysi, bætist við bein aðför að þjónustu og velferð í Vestmannaeyjum. �?að er algerlega óþolandi að við bæjarfulltrúar skulum þurfa þeysast um bæinn í veikri viðleitni til að verjast árásum ríkisins,�?? segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um viðbrögð ríkisstjórnar við verkfalli sjómanna og stöðugri fækkun opinberra starfa í Vestmannaeyjum.
Nú síðast eru það fækkun starfa á Vestmannaeyjaflugvelli og ekki er ætlunin að ráða í starf tollara sem lét hér af störfum á síðasta ári.
�??Okkar hlutverk er að sinna rekstri bæjarfélgsins og byggja hér upp þéttriðið þjónustunet en nauðsyn kallar okkur ætíð að baráttu við ríkisvaldið. Engin er fæðingaþjónustan, allir þekkja óhóflega gjaldttöku Herjólfs og þörf okkar á aðgerðum í samgöngumálum og nú berst okkur til eyrna að verið sé að leggja niður tvö stöðugildi á flugvelli sem bætist við ákvörðun um að leggja niður eitt stöðugildi við embætti tollstjórans hér í Eyjum. �?etta gerist svo á sama tíma og við glímum við þá miklu ógnun sem fólgin er í einhæfu atvinnulífi. �?g er nú búinn að vera nokkuð lengi í þessu en ég man vart svona ástand. �?að loga hreinlega ríkiseldar um allt í okkar annars góða samfélagi. �?g er líka búin að vera nægilega lengi í þessu til að vita að oftast eru árásirnar tilkomanar vegna ákvarðana embættismanna ríksins og þær endurspeggla sjaldnast vilja okkar öflugu þingmanna. �?að sem við bæjarfulltrúar viljum sjá er sameignileg barátta gegn þessari vá,�?? sagði Elliði.
�??Hvað varða uppsagnir starfsmanna hjá ISVAVIA þá gerum við Eyjamenn náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum verði fækkað úr fimm í þrjá. �?að er enda einsýnt, að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar. Við á hér í Eyjum stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði.�??
Elliði segir þetta ekki ná nokkurri átt. Hvað sem líði fyrirheitum um að ekki verði um þjónustuskerðingu að ræða verði að telja nánast öruggt að þrír starfsmenn geta ekki haldið vellinum opnum 365 daga ársins 24 tíma sólarhrings. �??�?að getur ekki nokkur heilvita maður ætlast til þess að þrír starfsmenn séu til taks í 8760 tíma á ári. Jafnvel þótt bara væri verið með einn mann á vakt, sem ekki er hátturinn, þá myndi þetta merkja að hverjum starfsmanni væri ætlað að vera til taks í 2920 tíma á ári eða 56 tíma á viku.
Völlurinn hér í Eyjum, eins og flugvellir almennt á landsbyggðinni, er okkur afar mikilvægur. Bæði hvað varðar öryggi og almennar samgöngur. Áætlunarflug frá Reykjavík um völlin eru tvisvar til þrisvar á dag, sex daga vikunnar. �?ar að auki hefur Atlantsflug unnið hörðum höndum að því að endurvekja flug á Bakka.�??
Elliði bendir á að efist Isavia um gildi Vestmannaeyjaflugvallar hvað samgöngur varðar þá sé nærtækt að benda á að til að mynda um nýliðna helgi fóru um 600 manns um völlinn. �??Flughreyfingar voru hvorki fleiri né færri en 82, flugtök og lendingar.
�?á skiptir ekki minna máli að flugvölllurinn í Vestmannaeyjum gegnir veigamiklu hlutverki í öryggis og heilbrigðistmálum bæjarbúa og gesta. Skerðing á þjónustu flugvallarins er því aðför að velferð og öyggi bæjarbúa. Við hljótum að benda á það sjálfsagða í þessu máli. ISAVIA er í fullri eigu og alfarið rekið á ábyrgð ríkisins og fer fjármálaráðherra með hlut ríkisins í félaginu og Innanríkisráðherra með fagleg málefni. �?etta gera þeir í umboði þingmanna. Ákvörðun sú hér sem hér um ræðir er mannana verk og við ætlumst nú til þess að þingmenn suðurkjördæmis með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri fyrirsjáanlegu ógn sem í henni er fólgin og snúi henni til betri vegar eigi síðar en strax,�??sagði Elliði að endingu.