Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur úrskurðað Róbert Sigurðarson, leikmann ÍBV, í eins leiks bann eftir atvik í leik Vals og ÍBV í Olísdeild karla þann 22. nóvember sl..
Róbert hlaut útilokun með skýrslu í leiknum vegna þess sem dómarar töldu vera sérstaklega hættulega aðgerð og féll brotið samkvæmt þeirra mati undir reglu 8:6 a). Í kjölfarið fór málið fyrir aganefnd HSÍ sem byggði úrskurð sinn á 10. grein reglugerðar sambandsins um agamál.
Niðurstaða nefndarinnar er að leikmaðurinn taki út eins leiks bann. Jafnframt vekur aganefnd athygli á að útilokanir vegna slíkra brota hafi stighækkandi áhrif samkvæmt 1. mgr. 11. greinar sömu reglugerðar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst