Róleg vika að baki
Ekki er hægt að segja annað en vikan hafi verið róleg hjá lögreglu sem og helgin. Að vanda aðstoðaði lögreglan borgarana vegna hinna ýmsu atvika sem upp komu m.a. við að opna bifreiðar og við að koma fólk til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar.
Síðdegis þann 4. september sl. var lögreglu tilkynnt um að smábátur væri að koma með slasaðann mann til hafnar sem hafði hrapað í Súlnaskeri. Talið er að fallið hafi verið um 20-30 metrar og mun hann hafa rekist í tvígang utan í bergið áður hann lenti í sjónum. Maðurinn var með meðvitund allan tímann og náði að synda sjálfur að bátnum, sem flutti hann síðan í land. Maðurinn var í framhaldi af þessu fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni og var í báðum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.