Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið, eins og endranær. Að vanda þurfti fólk aðstoð til að komast til síns heima eftir að hafa fengið sér heldur mikið neðan í því á skemmtistöðum bæjarins. Fjögur eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið og er í þremur tilvikum um að ræða rúðubrot. Að morgni 30. september sl. var tilkynnt um rúðubrot í húsnæði Péturseyjar v/Flatir. Sama dag var tilkynnt um rúðubrot að Kirkjuvegi 10.