Bráðabirgðaniðurstaða tæknirannsóknar á vettvangi er á þann veg að kveikt hafi verið í húsinu og m.a. notaður við það eldfimur vökvi.
Einn maður, unnusti stúlkunnar og jafnframt sá sem grunaður er um íkveikjuna, situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur það út mánudaginn 5. febrúar. Hann hefur viðurkennt að hafa brotist inn í húsið og stolið þaðan eigum íbúa þess. Hluti þýfisins fannst á heimili stúlkunnar og í fórum hennar sem og í fórum þess sem enn sætir gæsluvarðhaldi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst