�?etta byrjaði sem Safnanótt en nú dugar ekki minna en heil helgi og blásið til Safnahelgar fyrstu helgina í nóvember ár hvert. Sem er ein samfelld menningarveisla þar sem Eyjafólk sýnir hvað í því býr og hingað koma gestir af fastalandinu til að kynna hvað þeir hafa fram að færa.
Safnahelgin var sett við Stafkirkjuna þar sem Kristín Halldórsdóttir söng við undirleik Kitty Kovács. Meðal annarra dagskrárliða má nefna sýningu á ónafnkenndum myndum úr safni Kjartans Guðmundssonar, ljósmyndara. �?ar var ljósmyndastóll Kjartans stóra málið og spurt: Hvers virði eru munir án sögu? Í Sæheimum var sýning á ljósmyndum úr pysjueftirlitinu 2017.
�?á tóku við upplestrar og kynningar á nýjum bókum, myndlistarsýningar og tónleikar og lauk dagskránni á sunnudaginn í Sögu og súpu þar sem Anna Kristjánsdóttir las úr nýútkominni bók sinni Anna �?? Eins og ég er.