Safnmunir frá Náttúrugripasafni til Sea Life Trust

Bæjarráð tók í vikunni sem leið fyrir erindi frá Sea Life Trust, dags. 21. september sl., þar sem fyrirtækið óskar eftir við Vestmannaeyjabæ, að fá til varðveislu og sýninga, þá safnmuni sem nú er að finna í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja, eins og núgildandi samningur við Sea Life Trust kveður á um. Jafnframt upplýsti Kári Bjarnason bæjarráð um samtöl sem átt hafa sér stað við Safnaráð um umrædda umleitan Sea Life Trust. Til stóð að Safnaráð kæmi fyrr í þessari viku til þess að taka út húsnæði, en vegna veðurs þurfti að fresta ferðinni.

Bæjarráð samþykkti að verða við beiðni Sea Life Trust um safnmuni Náttúrugripasafns Vestmannaeyja, með því skilyrði að Safnaráð veiti samþykki fyrir sitt leyti og felur forstöðumanni og verkefnastjóra Safnahúss að ræða við alla hlutaðeigandi aðila um breytingarnar og gerð samstarfssamning. Vestmannaeyjabær mun áfram eiga safnmunina.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.