​Sakar bæjaryfirvöld um mismunun og svik
17. janúar, 2025
hasteinssvaedi_yfir_opf
Vestmannaeyjabær. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Skipulag fyrir baðlón við Skansinn er nú til umfjöllunar hjá Vestmannaeyjabæ. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar var lagt fram að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna þróunaráforma um baðlón og hótel á Skanshöfða ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Auk þess er lögð fram umhverfisskýrsla vegna skipulags​ áformanna.

Umsagnir vegna aðalskipulagsbreytingar og/eða deiliskipulags og umhverfismatsskýrslu bárust frá umsagnaraðilum, frá einu fyrirtæki og frá einum íbúa. Íbúinn sem um ræðir er Þröstur B. Johnsen.​ Í bréfi hans er bærinn sakaður um bæði mismunun og svik​. Bréf Þrastar má lesa í heild sinni hér að neðan.

„Umsögn við tillöguna vegna fyrirhugaðra framkvæmda og afhendingu lóðar fyrir hótel og baðlón við Skansinn. Ég óska eftir að landið (lóðin) undir hótelið og lónið verði auglýst fyrir hvern sem er að bjóða í og fara í framkvæmdir þarna og að þetta mál með lón þarna fari í íbúakosningu en áður hafði þetta svæði farið í íbúakosningu fyrir hótel og að þetta ferli allt verði gagnsætt. Einnig hvað á lóðin (landið) að kosta?

Hótel og baðlón

Það þarf örugglega að auglýsa landið sem á að fara undir þessa starfsemi en ekki bara afhenda einhverjum aðila. Það var allavega sagt hjá bænum eftir að þetta svæði fór í íbúakosningu um staðsetningu hótels á sínum tíma eftir að svikið var og farið frá framkvæmdaleyfi um byggingu hótels við Hástein og þegar ákveðið var að setja í óvænta íbúakosningu þrátt fyrir langt ferli og samþykkt leyfi, þar sem það féll á örfáum atkvæðum vegna staðsetningar, eftir að það svæði var ekki veitt þá óskuðum við eftir þessari staðsetningu þarna við Skansinn á milli Skansins og Flakkarans þeirri sem um ræðir hér, og var ákveðið að fara með þessa staðsetningu undir hótelið í íbúakosningu líka og í kosningu þeirri þá völdu Vestmannaeyingar staðsetninguna okkur til mikillar ánægju, og skipulagssviðið sagði okkur að næst væri að fara með málið í deiliskipulag, svo vorum við dregnir á asnaeyrunum mánuðum saman, svo eftir yfir 6 mánuði þá var sagt að það væri ekki hægt að afhenda okkur lóðina (landið) það væri ekki hægt að afhenda land án þess að auglýsa það til að geta jafnræðis, við báðum að það væri þá gert svo að við gætum komið verkefninu áfram.

Ekkert var gert og nokkrum mánuðum síðar var okkur sagt að þarna yrði ekkert leyfi veitt, þarna sveik bærinn okkur risastórt og í annað sinn gagnvart hótel byggingu, einnig sveik bærinn Vestmannaeyinga og plataði bæjarbúa með gervi íbúakosningu eins og áður til að eyðileggja fyrir athafnamönnum fyrir þóknanlega innan bæjarkerfisins og mismuna.

Og núna ætlar bærinn að leyfa aðila sem fer í copy paste af hótelverkefni okkar og þessari staðsetningu að fá þetta eins og ekkert sé nema sjálfsagt. Þetta er 100 % mismunun og svik. Þarna fer aðilinn sem á að færa lóðina meira að segja til sömu hönnuða og við vorum með, svo þið sjáið að Vestmannaeyingar voru sviknir og að það er ekki sama hver er þegar á að gera eitthvað í Eyjum.” segir í bréfi Þrastar Johnsen til Vestmannaeyjabæjar.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins í málinu að ráðið feli skipulagsfulltrúa umsjón með áframhaldandi vinnu við skipulagsáætlanir og að kynna niðurstöður kynningar á vinnslustigi fyrir þróunaraðilum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst