Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins.
Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð málefni hér í nærumhverfinu. Kjörorð Kiwanishreyfingarinnar eru „Hjálpum börnum heimsins.“
„Við byrjum söluna núna um helgina og verðum á ferðinni næstu vikuna. Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti okkur líkt og þeir hafa ávallt gert. Verð á sælgætisöskju er 3.000 kr. Við þökkum fyrir allan stuðning og óskum ykkur gleðilegrar aðventu!” segir í tilkynningu frá klúbbnum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst