Sala á miðum á tónleikana Bjartar vonir vakna sem helgaðir eru minningu Oddgeirs Kristjánssonar og fara fram í Hörpunni þann 16. nóvember gengur mjög vel.
„Ég er rosalega ánægður og í rauninni er það svo að þeir sem ætla örugglega í Hörpuna þurfa að tryggja sér miða mjög fljótlega,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson.