Samantekt á ábendingum í verkefninu Auðlindin okkar

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að gerð hefur verið samantekt á ábendingum almennings, sérfræðinga og hagaðila sem leitað var til við undirbúning sjávarútvegsstefnu í verkefninu Auðlindin okkar. Þar má einnig finna upptökur af fundunum, meðal annars frá Vestmannaeyjum.

Samantektin ber heitið Tæpitungulaust og inniheldur ábendingar þeirra 132 sérfræðinga sem samstarfshópar og samráðsnefnd verkefnisins leituðu til. Einnig eru þar ummæli  fundargesta sem tjáðu sig á samræðufundum sem haldnir voru á Akureyri, Eskifirði, Ísafirði, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Samræðufundina sóttu um 500 manns og um 5.000 fylgdust með þeim í streymi.

Í samantektinni má jafnframt finna þær athugasemdir sem fram komu í samráðsgátt stjórnvalda við bráðabirgðatillögur samráðsnefndar verkefnisins sem kynntar voru í janúar sl. auk skriflegra svara úr spurningakönnun Félagsvísindastofnunar og ábendinga sem bárust á netfangið audlindinokkar@mar.is.

Starfshópar verkefnisins leggja nú lokahönd á þær tillögur sem kynntar verða 6. júní nk. Í framhaldinu verða undirbúin lagafrumvörp sem verða lögð fram á vorþingi 2024.

Samantektina, Tæpitungulaust, má finna hér.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.