Samið um fjarheilbrigðisþjónustukerfi og samtengdan búnað

Þann 22. nóvember 2022 var undirritaður samningur við Öryggsmiðstöð Íslands um kaup á mælitækjum og leigu á hugbúnaði fyrir fjarheilbrigðisþjónustu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu HSU
Hugbúnaðurinn sem um ræðir kemur frá norsku heilbrigðistæknifyrirtæki og í honum er svokölluð stafræn heilsugátt sem sendir öll gögn í ský og gerir heilbrigðisstarfsfólki HSU kleift að sinna fjareftirliti með sjúklingum t.d. í heimahúsum. Eftirlitinu er sinnt með skjáheimsóknum, spurningalistum og mælitækjum sem tengd eru við sjúkling og senda gögn beint í hugbúnaðinn. Í kerfinu er sett upp heilsuplan fyrir sjúklinga og kerfið greinir breytingar á heilsufari sjúklings. Þá fær starfsfólk tilkynningu frá kerfinu og bregst við. Markmiðið með kerfinu er að bregðast hratt við breytingum á heilsufari sjúklinga og draga úr frekari versnun með snemmtækri íhlutun. Kerfið býður einnig uppá notkun rafrænna lyfjaskammtara og eru þeir vaktaðir í gegnum stafrænu heilsugáttina.
Þetta er mikil tímamót og bylting í að bæta þjónustu HSU og efla nýja Öldrunar- og Heimaspítala þjónustu HSU og gera fólki kleift að vera sem lengst heima í sínu umhverfi með aðstoð tækninnar, hjúkrunarfólks og aðstandenda.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.