Samningur um að efla samvinnu um velferð barna undirritaður í Landlyst
Áslaug Arna, Andís Soffía og Ásmundur Einar

Samningur um tilraunaverkefni um velferð barna var undirritað í Landlyst í dag. Verkefnið felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum.

Það voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum sem rituðu undir samninginn. Arndís Soffía stýrir verkefninu og Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi starfa með henni að verkefninu. Arndís Soffía sagði við þetta tilefni að vel væri við hæfi að undirrita samning um velferð barna í húsi sem reist hefði verið í sama tilgangi.

Liður í tilraunaverkefninu er að kalla fagfólk saman á ráðstefnu til Vestmannaeyja, hlýða á erindi og skapa umræður um það sem betur geti farið í verkferlum og samskiptum á milli umræddra stofna ríkis og sveitarfélaga í þágu barna. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun föstudag.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.