Samningur um tilraunaverkefni um velferð barna var undirritað í Landlyst í dag. Verkefnið felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum.
Það voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum sem rituðu undir samninginn. Arndís Soffía stýrir verkefninu og Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi starfa með henni að verkefninu. Arndís Soffía sagði við þetta tilefni að vel væri við hæfi að undirrita samning um velferð barna í húsi sem reist hefði verið í sama tilgangi.

Liður í tilraunaverkefninu er að kalla fagfólk saman á ráðstefnu til Vestmannaeyja, hlýða á erindi og skapa umræður um það sem betur geti farið í verkferlum og samskiptum á milli umræddra stofna ríkis og sveitarfélaga í þágu barna. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun föstudag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.