�?Vandamálið er í sjálfu sér ekki að reisa húsið, heldur að tryggja rekstrargrundvöll fyrir því,�? segir Snorri Finnlaugsson einn stjórnarmanna Íslandshofs. Að Íslandshofi ehf. standa Hestamannafélagið Sleipnir, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf, Fosstún ehf og Guðmundur Tyrfingsson ehf. Stjórnarmenn eru Snorri Finnlaugsson, Jón Árni Vignisson, Guðmundur Lárusson, Benedikt Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson. Verkefnisstjóri félagsins í þeirri vinnu sem nú fer fram er Hugrún Jóhannsdóttir hrossabóndi í Austurkoti og kennari við hestabraut FSu.
�?Meðal annars hefur verið rætt við forsvarsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands um að framtíðar hestabraut FSu hafi aðsetur í höllinni. Mögulega mun Íslandshof einnig sjá um verklegan þátt námsins, þannig að skólinn myndi einfaldlega leigja allt til alls. �?ar með væri komin góð stoð í rekstri hússins,�? segir Snorri.
Reiðhöllin sjálf verður samtals 5600 fermetrar og þar mun rúmast eini löglegi keppnisreiðvöllur á Íslandi. Með áhorfendasætum fyrir tæplega 1100 manns og annarri aðstöðu er áætlað að húsið verði um 6.700 fermetrar að grunnfleti. �?Í enda byggingarinnar er gert ráð fyrir ýmiskonar starfsemi tengdri landbúnaði og hestamennsku. Ein hugmyndin er að opna safn íslenska hestsins. Einnig verður þarna vonandi veitingasalur, skrifstofuaðstaða, verslun og ýmislegt tengt ferðaþjónustu,�? segir Snorri að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst