Sandra áfram í herbúðum ÍBV
Sandra Voitane Ibvsp
Sandra Voitane. Ljósmynd/ibvsport.is

Lettneska landsliðskonan Sandra Voitane hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum ÍBV og skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Hún lék í hjarta varnar liðsins í Lengjudeild kvenna í sumar og spilaði hún 22 leiki í deild, bikar og Lengjubikar.

Í frétt á heimasíðu félagsins segir að Sandra sé 25 ára fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið tvær leiktíðir með ÍBV og eina með Keflavík hér á landi. Áður en hún kom til Íslands árið 2022 lék hún í heimalandinu Lettlandi, á Kýpur, í Þýskalandi og í Austurríki.

Hún var einungis 15 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Lettland og hefur hún tvívegis verið í lettneska landsliðinu þegar það hefur unnið Eystrasaltsbikarinn. Með landsliðinu hefur hún leikið 63 landsleiki og skorað í þeim 15 mörk.

Með Riga FS í heimalandinu lék hún í 11 leikjum í undankeppni Meistaradeildarinnar og einum með kýpverska liðinu Apollon. Knattspyrnuráð hlakkar til áframhaldandi veru Söndru hjá félaginu sem hefur einnig aðstoðað við þjálfun yngstu flokka félagsins.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.