Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er nýr fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Þá er Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals, með henni í fyrirliðateymi.
Formlegur undirbúningur fyrir Heimsmeistarmótið hófst í gær. Liðið fer til Færeyja 20. nóvember og leikur vináttuleik tveimur dögum síðar í þjóðarhöllinni í Þórshöfn. Stelpurnar fara svo til Þýskalands frá Færeyjum, mánudaginn 24. nóvember, tveimur dögum áður en fyrsti leikur á HM fer fram, gegn Þýskalandi.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst