Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þau hafa bæði leikið í Þýskalandi síðustu ár, Sandra með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV.
Bæði eiga einnig að baki landsleiki fyrir Ísland en Daníel hefur leikið 39 A-landsleiki og Sandra 35. Um gríðarlegan styrk fyrir handknattleiksdeildina er að ræða og væntum við mikils af þeim og hlökkum til að sjá þau á parketinu í haust!
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst