Sandsílastofninn við strendur landsins virðist vera að ná sér á strik eftir tvö til þrjú slæm ár, að því er sjómenn herma. Þeir marka þetta af því að þorskur sem þeir veiða, er oft fullur af síli, en það er mikilvæg fæða fleiri fisktegunda. Sjófuglar og kría nærast einnig á sílinu og hefur varp þessara fugla verið í lágmarki í tvö til þrjú ár vegna skorts á því. Nú virðist varpið hinsvegar vera að taka við sér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst