Sara Sjöfn í Póley – Mikið úrval fyrir jólin
Góður ilmur, kerti og greni í vasa skapa hátíðlega jólastemningu
22. desember, 2025
Sara sýnir hvernig hægt sé að leggja á borð með einföldum en fallegum hætti. Mynd: Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir.

Jólin eru á næsta leyti og flestir farnir að huga að undirbúningi hátíðanna. Að mörgu er að hyggja, svo sem gjöfum, mat, skreytingum og stemningu heimilisins. Við ræddum við Söru Sjöfn, eiganda gjafavöruverslunarinnar Póleyjar, um hvað hún telur skipta mestu í gjafavali og hvernig hún sjálf undirbýr jólin.  

Hún deilir einnig hagnýtum ráðum fyrir þá sem vilja skapa fallegt jólaborð án þess að þurfa að kaupa allt nýtt. Að sögn Söru skiptir hugurinn mestu þegar velja á gjöf. 

 ,,Hugurinn á bak við gjöfina gildir alltaf og það skiptir ekki endilega máli hvað hún kostar. Þegar ég græja gjafir handa mínu fólki finnst mér gaman að reyna finna eitthvað sem þeim langar í og passar fyrir þau. Ef fólk er í vafa með hvað það á að gefa sínum, þá mæli ég með að kíkja til okkar í Póley, við erum með eitthvað fyrir alla á öllu verðbili.”  

Sara segir að kauphegðun fólks hafi breyst mikið á undanförnum árum. Fólk sé mun fyrr á ferðinni með jólagjafirnar og nýti sér afsláttardaga í auknum mæli. Hún rifjar upp að áður fyrr hafi svartur föstudagur verið eini afsláttardagurinn fyrir jólin, en nú séu þeir orðnir a.m.k. þrír og hjá sumum fyrirtækjum jafnvel heilar vikur. Þetta hafi augljóslega áhrif á hvernig fólk verslar.

Aðspurð hverju hún mæli með í jólapakkann fyrir ömmur og afa sem eigi allt segir hún að fyrir ömmur sé naglalakk, handáburður, silkiklútur eða leðurhanskar alltaf klassískt og handa afa séu hlýir ullarsokkar, leðurhanskar eða snyrtitaska góð hugmynd. Handa þeim saman sé sniðugt að gefa eitthvað sem má borða, eins og til dæmis olíur, súkkulaði, marmelaði eða nammi.  

Heima fyrir leggur Sara áherslu á að skapa þægilegt andrúmsloft, hún setur vanalega ljós í alla glugga og leyfir strákunum sínum að skreyta herbergin með gömlum jólastyttum sem hún og pabbi þeirra áttu þegar þau voru lítil. Í þetta safn bætist svo alltaf eitthvað nýtt við á hverju ári.  

,,Jólatréð er samt að mínu mati fallegasta jólaskrautið og setjum við það upp um miðjan desember. En svo finnst mér þú komast langt með jólastemmingu í húsinu þegar það er kveikt á góðum jólailm, kerti víðsvegar um húsið og greni í vasa.”  

Aðspurð hvaða ráð hún gefi til að ná fram fallegu jólaborði segir hún að fallegar servíettur, greni og kerti gera öll borð falleg svo sé alltaf hægt að nýta það sem til er fyrir í skreytingar.  

,,Ég hef alltaf dúk á jólaborðinu og þá finnst mér ég strax komin með borðið á hærra plan. Ég blanda svo greni og kertum með matarstellinu og glösunum og er yfirleitt með tauservíettur sem ég bindi slaufu utan um og þá verður borðið afar hátíðlegt.”  

Hvað myndiru segja að væri vinsælasta gjafavaran í ár að þínu mati? Það er erfitt að velja eitthvað eitt, en hleðslulampar eru að skora hátt fyrir dýrari gjafir, en það er líka mjög vinsælt að gefa fólki það sem það er að safna eins og glös og matarstell. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.