Í gærkvöldi fór fram keppnin um Ungfrú Ísland á skemmtistaðnum Broadway. Fjórar Eyjastúlkur tóku þátt í keppninni og óhætt að segja að þær hafi verið sínum heimabæ til sóma. Þetta voru þær Hlíf Hauksdóttir, Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, Sara Dögg Guðjónsdóttir og Svava Kristín Grétarsdóttir. Sara Dögg fékk flest símaatkvæði og var því valin eftirlæti þjóðarinnar.