Saumanámskeið í Visku
Viðtal við klæðskera- og kjólameistarinn Selmu Ragnarsdóttur
16. október, 2024

Viska stendur fyrir saumanámskeiði í Hvíta húsinu dagana 23.-25. október.

Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna og munu nemendur meðal annars læra hvernig á að taka upp snið, grunnatriði við breytingar og svo framvegis. Þátttakendur munu svo sauma sér flík að eigin vali. Kennari námskeiðsins er klæðskera- og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir.

,,Ég legg mikið upp úr grunnþáttunum og að nemendur kunni að nýta sér saumavélina og sníðablöð á sjálfstæðan hátt. Farið verður í atriði eins og húsmæður hér áður fyrr kunnu líklega flestar eins og og stytta, þrengja eða skipta um rennilás í flíkum. Svo eru þau sem eru lengra komin þá er allt opið að hanna og sauma flíkur frá grunni. Fer algjörlega eftir hvað nemandinn vill fá út úr þessu 12 klukkustunda saumanámskeiði. Námskráin er opin og verður aðlöguð að hverjum og einum. Æskilegur fjöldi í hópnum eru 6-10 nemendur og þurfa nemendur að koma með eigin saumavélar.”

Við fengum að spyrja Selmu nokkurra spurninga varðandi hennar feril.

Hvernig kviknaði áhuginn þinn í upphafi að byrja að sauma og hanna föt?

Hann kviknaði mjög snemma, líklega upp úr 11 ára aldri þegar ég og vinkona mín Jóhanna vorum að brasa við að setja saman flíkur á saumavélina hennar ömmu á Dverghamrinum. Þá hafði ég kynnst og fylgst með t.d. Dóru Einars fata- og búningahönnuði sem hannaði flestallt fyrir Stuðmenn og Grýlurnar á þessum tíma og var hún mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Einnig byrjaði ég snemma að breyta flíkum frá ömmu og langömmu. Þar höfðu erlendar poppstjörnur þessa tíma líka stór áhrif.

Hvaðan færðu helst innblástur fyrir hönnun þína?

Mjög mikið frá fólkinu á götunni, þar sem ég bý í miðbæ Reykjavíkur þá eru alltaf einhverjar skemmtilegar týpur á ferðinni. Einnig hafa aðrir hönnuðir og listamenn stór áhrif sem oft opna nýjar víddir svo ekki sé talað um nemendur mínir í Listaháskólanum. Þar er sköpunarflóð alla daga sem gaman og hvetjandi er að fylgjast með og vera partur af því að framkvæma. Að sjálfsögðu er ógrynni af síðum á netinu, Instagram og Pintrest t.d. sem gaman er að skoða og fá nýja sýn á hlutina og aðferðir við fatagerð. Innblástur hverrar hönnunar er að mestu samvinna við kúnnann, áhrif frá fyrri verkefnum og þekking og verkleg kunnátta í gegnum tíðina.

Hvernig myndir þú lýsa þínum persónulega fatastíl? 

Held hann sé að flestu leyti litríkur, tilviljunarkenndur og laus við alla merkja tilgerð. Er voða lítið fyrir að elta blint einhvern stíl, áhrifavalda eða tísku hverju sinni, heldur reyni að nýta sem mest af því sem ég á fyrir og breyta og bæta og þannig skapa minn persónulega stíl. Það kallast að „up-cyclea“ í dag en það er langt síðan að ég tileinkaði mér þennan háttinn á að nýta fatnað til hins ýtrasta. Ef ég versla mér fatnað þá er það yfirleitt í „second hand“ verslunum.

Hvert er þitt uppáhalds tímabil í tísku?

Ég verð nú að segja 80´s tímabilið (níundi áratugurinn) þar sem ég var unglingur á þessum tíma og var að móta minn eigin fatastíl, meðvitað og ómeðvitað, út frá tónlist og áhrifavöldum þess tíma. Samt er nútíminn líka skemmtilegur og spennandi þar sem mikil vakning er loksins í sjálfbærri hugsun sem ég styð heilshugar. Flest okkar eigum allt of mikið af fatnaði og mörg okkar versla drasl flíkur fyrir lítinn pening, sem notaðar eru stutt eða jafnvel ekki og svo hent, sem endar í eitruðum landuppfyllingum út í heimi. Ég vona að þessi umhverfisvæna hugsun tengdum fatnaði eigi bara eftir að eflast og þróast.

Frekari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst