Srákarnir í meistaraflokki ÍBV í handbolta tóku á móti FH í hörku leik í 19. umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi.
Eyjamenn voru lengi af stað og fór svo að FH skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins áður en ÍBV komst á blað. Þrátt fyrir að vera einum manni færri stóran hluta af fyrri hálfleiknum leiddu gestirnir því 14-17 þegar gengið var til leikhlés.
Heimamenn komu hinsvegar tvíelfdir til seinni hálfleiks og unnu jafnt og þétt niður forskotið. Liðin skiptust þá á að skora og var það ekki fyrr en á 45. mínútu að Eyjamenn náðu að jafna. FH tók þó forystuna aftur þar til 5 mínútur voru til leiksloka er ÍBV jafnaði aftur. Þegar tvær mínútur voru eftir var allt í járnum 29-29. Með góðum vörslum frá Birni Viðari Björnssyni í marki ÍBV tókst þeim að tryggja sér tveggja marka sigur 31-29.
Markahæstur í liði ÍBV var Hákon Daði Styrmisson með 13 mörk. Aðrir markaskorarar voru Dagur Arnarsson – 4, Elliði Snær Viðarsson – 4, Fannar Þór Friðgeirsson – 3, Kristján Örn Kristjánsson – 3, Kári Kristján Kristjánsson – 2, Daníel Örn Griffin – 1 og Gabríel Martinez – 1. Björn Viðar varði níu skot í markinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst