Sala á tónlistahátíðina Hljómey hófst nú klukkan tíu í morgunn og eru viðtökurnar vægast sagt góðar að sögn Birgis Nielssen annars skipuleggjanda hátíðarinnar. “Já, þetta er framar okkar björtustu vonum. Ég er ekki með nýustu tölur en það fóru 120 miðar á fyrstu fimm mínútunum og því ljóst að áhuginn er mikill.” Alls eru 300 miðar í boði á Hljómey.
Hátíðinn fer fram þann 26. apríl, þeir listamenn sem hafa verið kynntir til leiks eru: KK, GDRN og Magnús Jóhann og Hipsumhaps. Fyrir þá sem vilja reyna að ná í miða fer miðasala fram hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst