Nú sér fyrir endann á þessum meiðslum og á mánudaginn heldur hann í æfingaferð með Hannoverliðinu til Mallorca og ef allt gengur að óskum verður hann hugsanlega klár í slaginn í fyrsta leik liðsins eftir vetrarhléið en hinn 27. þessa mánaðar sækir Hannover topplið Werder Bremen heim.
Meiðsli á nára og hné
Gunnar Heiðar gekkst undir aðgerð í nára í október og þegar hann var rétt kominn af stað um miðjan nóvember eftir aðgerðina meiddist hann á hné og hefur verið á sjúkralistanum síðan. Illa gekk að fá greiningu á meiðslunum en það var ekki fyrr en hann kom í jólafrí til Íslands að úr því fékkst skorið hvað var að angra hann í hnénu.
,,�?etta er búið að taka mikið á mig en ég er farinn að brosa á nýjan leik,�? sagði Gunnar Heiðar við Morgunblaðið í gær.
Gunnar sagði að læknarnir í �?ýskalandi hefðu talið að beinmar og beinflís undir hnéskelinni væri vandamálið og var hann meðhöndlaður eftir því en í ljós kom síðar að hann fékk ekki rétta greiningu á meiðslunum og var því ekki meðhöndlaður á réttan hátt.
Allur að koma til
,,�?g fann ekki fyrir neinum bata eftir þá meðhöndlun sem stóð yfir í nokkrar vikur og þar sem fyrirséð var ég myndi ekki spila leikina fyrir vetrarhléið tjáði ég forráðamönnum liðsins að ég ætlaði að leita til læknis á Íslandi. �?g fór til Sveinbjörns Brandssonar og hann var fljótur að átta sig á hvað var að angra mig. Brjósk í hnénu hafði skaddast og Sveinbjörn fyrirskipaði mér að hvíla mig og fá síðan meðferð. �?g er núna allur að koma til og ég mun hefja æfingar að nýju í næstu viku þegar við höldum til Mallorca,�? sagði Gunnar og segist svekktur yfir því að hafa ekki leitað til Sveinbjörns fyrr.
Gunnar Heiðar hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum Hannover á leiktíðinni en eftir 17 umferðir er liðið í 11. sæti af 18 liðum.
Morgunblaðið greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst