Séra Magnús Björn Björnsson leysir af í Landakirkju á meðan séra Guðmundur Örn er í sumarfríi, er fram kemur í tilkynningu frá Landakirkju.
Sr. Magnús er fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1978. Að guðfræðiprófi loknu var sr. Magnús Björn við nám í Det teologiske Menighetsfakultetet í Ósló 1978-1979. Auk þessa hefur hann sótt fjölda námskeiða í tengslum við starf sitt.
Sr. Magnús Björn hefur starfað við kennslu, sjómennsku og húsaviðgerðir, sumarbúðarstjórn, framkvæmdastjórn Kristilegs félags heilbrigðisstétta í áratug o.m.fl. Hann var vígður til Seyðisfjarðarprestakalls 1979. Síðar gegndi hann prestsþjónustu í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík um ársskeið. Skipaður prestur í Digranessöfnuði árið 2000, en frá 2018 til 2022 var hann sóknarprestur í Breiðholtskirkju.
Kona sr. Magnúsar Björns er Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau fjögur börn.
Hægt verður að ná í sr. Magnús í vaktsíma Landakirkju 488-1508.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst