Þorgeir Baldursson ljósmyndari á Akureyri sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af Sighvati Bjarnasynin VE í Slippnum á Akureyri. Þorgeir heldur úti vefsíðu þar sem hann birtir myndir af bátum af öllum stærðum og gerðum.
Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með gilt haffæri. Verið væri að skoða botn, loka og fleira. Sigvatur var síðast í notkun í fyrra, þá var báturinn notaður í tengslum við verkefni í laxeldi fyrir vestan að sögn Sindra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst