Sighvatur snýr aftur í Eyjaflotann

Þau voru ekki beint hefðbundin morgunverkin hjá starfsmönnum Hafnareyrar þennan morguninn þeir unnu að því að festa skilti á skip sem lengi hefur borið nafnið Kap. KAP VE-4 skiptir nú um nafn og númer og verður hér eftir Sighvatur Bjarnason VE-81. Þar er um að ræða kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar. Þá verður verður KAP II hér eftir skráð sem KAP VE-4 og fær þar með aftur sitt gamla nafn.

Öldungaráð Vinnslustöðvarinnar ákvað þessar nafnabreytingar um sjómannahelgina. Ráðið er valdastofnun sem fáum sögum fer af og ekki er til í opinberu skipuriti félagsins en lætur frá sér heyra þegar mikið liggur við, svo sem að nefna skip og númera þau.

Vinnslustöðin átti um árabil og gerði út nóta- og togveiðiskipið Sighvat Bjarnason VE-81 sem smíðað var í Noregi 1975. Skipið lá hin síðari ár við bryggju í Vestmannaeyjum og var selt úr landi í sumar. Það var nefnt eftir Sighvati Bjarnasyni eldri (1903-1975), fyrsta aflakóngi Vestmannaeyja og landsþekktum skipstjóra. Sighvatur hætti til sjós 1959 og gerðist framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Þegar Stefán Runólfsson tók við sem framkvæmdastjóri 1974 var Sighvatur kjörinn stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar og gegndi formennskunni til dauðadags.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.