Síðasta ferð Herjólfs í gær var ekki farin fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Fyrr um daginn var tveimur ferðum skipsins frestað þar sem aðstæður við Landeyjahöfn þóttu ekki nógu góðar. Fjöldi manns beið hins vegar eftir því að komast til síns heima eftir fjölmenna Goslokahátíð um helgina og myndaðist örtröð við afgreiðslu skipsins í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst