Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í dag var samþykkt siglingaáætlun og gjaldskrá fyrir félagið sem tekur gildi þann 30. mars nk., þ.e. þegar félagið tekur yfir rekstur ferjunnar á siglingaleiðinni milli lands og Eyja.
1) Siglingaáætlun
Í samræmi við niðurstöður samninga við ríkið fyrr á þessu ári um yfirtöku á rekstrinum mun ferðum á siglingaleiðinni fjölga til mikilla muna frá því sem nú er. Er ráð fyrir því gert að frá 30. mars 2019 verði siglt sjö sinnum á dag. Ráð er fyrir því gert að Herjólfur sigli sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum kl. 07.00 og frá Landeyjarhöfn kl. 08.15. Skipið muni svo sigla á 75 mínútna fresti úr hvorri höfn. Síðustu ferðir skipsins hvern dag verða kl. 22.00 frá Vestmanneyjum og síðan 23.15 frá Landeyjahöfn.
Nánar tiltekið var eftirfarandi siglingaáætlun samþykkt í stjórn:
Sigling til Landeyjahafnar
Frá Vestmannaeyjahöfn Frá Landeyjahöfn
Kl. 07.00. kl. 08.15.
Kl. 09.30. kl. 10.45.
Kl. 12.00. kl. 13.15.
Kl. 14.30. kl. 15.45.
Kl. 17.00. kl. 18.15.
Kl. 19.30. Kl. 20.45.
Kl. 22.00. kl. 23.15.
Sigling til Þorlákshafnar:
Frá Vestmannaeyjahöfn Frá Þorlákshöfn
Kl. 07:00. 10:45.
Kl. 15:30. 19:15.
2) Gjaldskrá
Í samræmi við viðræður sem áttu sér stað í tengslum við samningsgerð um yfirtöku félagsins/bæjarins á rekstri ferjunnar var samþykkt eftirfarandi tillaga í stjórn um gjaldskrá.
Nánar tiltekið var samþykkt gjaldskrá sem er ætlað að gilda frá og með 30. mars 2019, er félagið tekur reksturinn yfir:
Fullorðnir Með lögheimili í Eyjum
1.600,- 800,-
Börn 12 – 15 ára Með lögheimili í Eyjum
800,- 400,-
Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og námsmenn
800,- 400,-
Börn yngri en 12 ára
0,-
Farartæki
Reiðhjól Með lögheimili í Eyjum
800,- 400,-
Bifhjól Með lögheimili í Eyjum
.600,- 800,-
Bifreiðar undir 5 m að lengd
2.300,- 1.150,-
Bifreiðar yfir 5 m að lengd
3.000,- 1.500,-
Farartæki m / vagn, kerru, hjólhýsi ofl. 6 – 10 m
6.000,- 3.000,-
Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar.
F.h. Herjólfs ohf.
Guðbjartur Ellert Jónsson,
framkvæmdastjóri
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst