Siglt í Landeyjahöfn síðdegis á morgun
her_naer-3.jpg
Herjólfur í Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Herjólfur ohf. hefur gefið út siglingaáætlun á morgun, sunnudag sem og á mánudag. Á morgun, sunnudag siglir Herjólfur til Þorlákshafnar fyrstu ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.

Siglt verður til Landeyjahafnar seinnipart dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og 17:00 (áður ferð kl.16:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:45 og 18:15 (áður ferð kl. 19:45). Áætlun Strætó passar við ferðir Herjólfs.

Á mánudagur siglir Herjólfur til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 14:30, 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 15:45, 18:15. (Farþegar sem bókuðu sig í öruggar ferðir kl. 10:45 og 20:45 hafa verið færðir í 08:15 og 18:15). Því miður passar áætlun Strætó ekki við siglingaáætlun Herjólfs.

Tilkynning vegna siglinga á þriðjudag, verður gefin út í síðasta lagi á þriðjudagsmorgun. Álfsnesið hóf dýpkun í gærkvöldi og gengur hún ágætlega. Vonandi gengur dýpkun vel næstu daga svo hægt sé að fjölga ferðum sem allra fyrst, segir að endingu í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.