KFS heimsótti Berserki í gær í 3. deild karla þar sem KFS hafði betur 1-3. Fyrri hálfleikur var tíðindalítil en markalaust var í hálfleik. Á 60. mínútu dró til tíðinda þegar Einar Kristinn Kárason kom KFS yfir. Yngvi Magnús Borgþórsson skoraði annað mark gestanna á 72. mínútu og átta mínútum síðar var Einar Kristinn Kárason aftur á ferðinni og KFS komnir í 3-0 á tuttugu mínútna kafla. Berserkir náðu þó aðeins að klóra í bakkann þegar Einar Guðnason skoraði en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3.
,,�?etta var fyrsti sigur KFS í Víkinni, með sigrinum náði liðið 19 stigum, sem var markmiðið fyrir tímabilið eða eftir 18 leiki, það dugar venjulega til að falla ekki,” sagði Hjalti Kristjánsson í samtali við Eyjafréttir.is en KFS á fjóra leiki eftir í deildinni.