ÍBV konur í Olísdeildinni gerðu góða ferð í Breiðholtið í dag þar sem þær mættu ÍR. ÍBV var yfir allan leikinn og fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Leiknum lauk með sigri Eyjakvenna, 20:27 og eru þær í fjórða sæti með 18 stig. Markahæstar ÍBV kvenna voru Elísa og Birna Berg með sjö mörk. Marta varði 17 skot.
Það blés ekki byrlega í hálfleik fyrir körlunum sem í Olísdeildinni mættu Aftureldingu á heimavelli í dag. Staðan 11:15 en seinni hálfleikur var spennandi og náði ÍBV að klóra í bakkann en Gunnar Magnússon og hans menn úr Mosfellsbænum höfðu betur, 29:28. Er þetta fyrsti sigur Gunnars með Aftureldingu í Vestmannaeyjum.
ÍBV er í fjórða sæti Olísdeildarinnar með 22 stig. Næst mæta þeir Val á útivelli og en stóra stundin er bikarkeppnin um aðra helgi.
Arnór var markahæstur fyrir ÍBV með sex mörk. Sveinn Rivera, Elís Þór og Kári Kristján skoruðu fjögur og Pavel varði 17 skot.
Mynd Sigfús Gunnar. Birna Berg í leik gegn Haukum. Birna og Elísa voru markahæstar með sjö mörk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst