Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Samstarfsmönnum hans var tilkynnt um ákvörðunina í gær.
Þessu greindi visir.is frá nú í hádeginu. Samkvæmt heimildum þeirra snýr málið að samskiptavanda innan Vegagerðarinnar sem hefur verið til skoðunar.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist í samtali við Vísi.is, ekki geta sagt til um hve lengi Sigurður yrði frá störfum en reiknað þó ekki með að það yrði í mjög langan tíma. Enn fremur segir hann málið viðkvæmt en stofnunin hafi notið liðsinnis utanaðkomandi sérfræðinga við úrvinnslu þess.
Sigurður Áss er Eyjamönnum vel kunnur enda verið áberandi í allri umfjöllun um málefni Landeyjahafnar og nýs Herjólfs.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.