Sagan segir að eitt sinn hafi ferðamaður komið að bæ þar sem bjuggu fjórir bræður. Sá aðkomni spurði þá að nafni og varð sá elsti fyrir svörum:
�??Við bræðurnir heitum allir Jón, nema hann Siggi bróðir, hann heitir Gvendur.�??
Einhverra hluta vegna datt skrifara þessi gamla saga í hug þegar hann renndi yfir umræðuna á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að látið var uppi að nýja ferjan, sem á að sigla milli lands og Eyja, muni bera nafnið Vilborg en ekki Herjólfur eins og þrír fyrirrennarar hennar. �?hætt er að segja að þeir sem þar stinga niður penna séu í hæsta máta ósammála um þann gjörning og einhverjum finnst það ganga guðlasti næst að ætla að breyta út af þeirri reglu að Vestmannaeyjaferja skuli ekki bera Herjólfsnafnið. �?á vilja sumir nota tækifærið og kjósa um nafn á skipinu um leið og kosið verður til sveitarstjórnar í vor, telja að íbúar í Eyjum eigi að ráða því hvert nafnið verður.
Elsti Herjólfur (þessi litli svarti) hóf siglingar árið 1959 ef skrifari man rétt. Hann var í eigu Ríkisskipa og skrifari minnist þess ekki að íbúar í Vestmannaeyjum hafi verið spurðir hvað hann ætti að heita, frekar en með nafngift á þau skip sem síðar leystu hann af hólmi. �?au fengu �??átómatískt�?? Herjólfsnafnið, eftir þeim aðila sem samkvæmt Hauksbók Landnámu er talinn fyrsti landnámsmaður í Vestmannaeyjum (þó svo að um það megi deila enda Hauksbók ekki talið nákvæmt vísindarit).
En nú hefur smíðanefnd gefið út að nýja ferjan muni bera nafnið Vilborg og það vakið upp blendin viðbrögð. Ekki er þar seilst út fyrir landnámssöguna þar sem Vilborg var dóttir Herjólfs og hennar að góðu getið í þjóðsögum fyrir örlæti og hjálpsemi í garð náungans. Hinu sama var ekki að dreifa með föður hennar, sem vildi selja sveitungum sínum vatn úr vatnsbólinu í Herjólfsdal. Varð það að ósætti milli þeirra feðgina og olli því að Vilborg reisti sinn bæ austur á eyju og kom upp vatnsbóli þar sem allir fengu jafnan aðgang.
En hvað skyldi smíðanefnd ganga til að varpa fram jafn róttækri tillögu og að skipta um nafn á aðalsamgöngutæki Eyjamanna? Skrifari hefur um það rökstuddan grun að því valdi hvað helst að núverandi Herjólfur eigi að vera áfram í notkun a.m.k. eitt ár samhliða nýja skipinu og þá gengur auðvitað ekki að tvö skip beri sama nafn. �?að gæti valdið ruglingi.
Hörðustu talsmenn Herjólfsnafnsins hafa bent á að hægt væri að tala um Nýja Herjólf og Gamla Herjólf en ekki hugnast nú skrifara ef mála ætti þau nöfn á kinnunga skipanna.
Reyndar er gömul hefð fyrir því í Vestmannaeyjum og víðar að skip geti borið sama nafnið en þá með rómverskum tölustöfum á eftir, sem tilgreina númer hvað þau eru í röðinni. Við áttum Ísleif, Ísleif II, Ísleif III og Ísleif IV og sá Erlingur sem hæsta númerið fékk var Erlingur V. �?annig mætti samkvæmt þeirri reglu hafa núverandi Herjólf sem Herjólf III og nýja skipið Herjólf IV. Einhvern veginn grunar skrifara þó að það gæti líka valdið ruglingi.
Auðvitað koma líka fleiri nöfn til greina. Á undan Herjólfi voru a.m.k. þrjú skip sem héldu uppi samgöngum milli lands og Eyja, fyrst Skaftfellingur VE, þá Gísli Johnsen VE og svo Vonarstjarnan (sem stundum var nefnd Mjólkur-stjarnan þar sem aðalhlutverk hennar var að flytja mjólk til Eyja). Einhvern veginn á skrifari þó ekki von á því að þessi nöfn hlytu hljómgrunn hjá Eyjamönnum.
Vestmannaeyingar eru upp til hópa frekar íhaldssamir (eins og bæjarstjórnarkosningar undanfarinna ára vitna um). �?eir eru yfirhöfuð lítið fyrir það gefnir að breyta út af fornum venjum (rétt eins og hjónin í sögunni hér í byrjun sem létu syni sína flesta hverja heita sama nafni). En svo vaknar alltaf sú spurning hvort ekki sé kominn tími á breytingar. Og nú eru tímar breytinga, konur láta sífellt meira að sér kveða og kannski bara eðlilegt í ljósi þess að ný ferja beri nafn konu. Hér áður fyrr var það líka talið góðs viti ef skip hét kvennafni.
Skrifari er ekki heittrúarmaður í því er fylgir nafngjöf á nýrri ferju. Fyrir honum er það meira mál að nýja ferjan nái að skila því hlutverki sem henni er ætlað en hvað hún kemur til með að heita. Skrifari hefur heldur aldrei óttast breytingar. En einhvern veginn hugnast honum betur að sjá nafnið Vilborg á kinnungi nýja skipsins en Herjólfur IV. Sá rómverski talnagrautur minnir hann einhvern veginn alltaf á liðna Danakonunga og tímabil einokunar og hnignunar í sögu Íslands. Og það er honum ekki að skapi.