Sigursteinn Bjarni Leifsson tekur við af Þórdísi Úlfarsdóttur sem útbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum.
Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hann tekur við starfinu af Þórdísi Úlfarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu sl. níu ár, en hefur starfað í bankakerfinu í rúm 40 ár. Hún lætur af störfum núna um mánaðamótin.
Sigursteinn hefur starfað við útibú Íslandsbanka við hlið Þórdísar í níu ár og gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Hann býr að fjölbreyttri starfsreynslu, allt frá því að hafa starfað sem gjaldkeri í Sparisjóðnum í Vestmannaeyjum, sem sjómaður, og við fjármálstjórn hjá ýmsum fyrirtækjum, síðast hjá Miðstöðinni í Eyjum á árunum 2003 til 2014, áður en hann hóf störf hjá Íslandsbanka.
Sigursteinn er viðskiptafræðingur að mennt með BS gráðu frá Háskólanum á Akureyri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst