Sindri Ólafsson nýr ritstjóri Eyjafrétta
27. ágúst, 2019

Sindri Ólafsson hefur verið ráðinn ritstjóri Eyjafrétta og vefmiðilsins eyjafrettir.is og Sæþór Vídó Þorbjarnarson ráðinn til að starfa àfram fyrir fjölmiðlana.

Jafnframt ákvað stjórn Eyjasýnar að gefið yrði ùt blað með fréttasniði aðra hvora viku í stað mánaðarritsins nú og halda áfram úti vefnum eyjafrettir.is.

Markmiðið er að auka útbreiðslu blaðsins, styrkja vefinn og auka tekjur útgáfufélagsins Eyjasýnar af áskrift og auglýsingum.

Hugleiðing í framhaldinu

Stjórn Eyjasýnar hefur sem sagt gengið frá ráðningu Sindra og Sæþórs. Annar ritstjóri hafði verið kynntur til sögunnar í fyrri viku en sá tilkynnti um helgina að hann hefði ákveðið að taka ekki við starfinu. Þá ákvað stjórnin að kanna hug Sindra til málsins í ljósi þess að hann sótti um hlutastarf á ritstjórn Eyjafrétta fyrr í sumar þegar þáverandi stjórn Eyjasýnar auglýsti það laust til umsóknar. Niðurstaðan varð sú að semja formlega við hann um að taka við sem ritstjóri.

Útgáfa prentmiðla á í vök að verjast. Það á ekki síst við um héraðsfréttablöð sem því miður hafa mörg hver týnt tölunni af ýmsum ástæðum, aðallega vegna þess að rekstrargrundvöll skorti. Komnar eru til sögunnar kynslóðir sem láta sér duga að fylgjast með því á Vefnum sem þær hafa áhuga á, þegar þær lystir og helst ókeypis.

Í norrænum grannríkjum okkar hefur verið brugðist við með því að koma á opinberu stuðningskerfi við svæðisbundna fjölmiðla með þeim rökum að starfsemi þeirra sé nauðsynlegur liður í umræðu, samskiptum og viðskiptum heima fyrir og í þjóðfélaginu yfirleitt.

Í deiglunni er að koma líka á laggir slíku stuðningskerfi hérlendis. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti á Alþingi frumvarp þar að lútandi fyrr á árinu og gefur sterklega til kynna að ríkisstjórnin vilji leiða málið til lykta með lögfestingu á komandi þingi.
Slíkur stuðningur myndi styrkja stoðir Eyjasýnar líkt og annarra útgáfufélaga í svipaðri stöðu.

Ekki síst með þetta í huga ákváðu eigendur Eyjasýnar að tryggja félaginu fjármuni til að marka útgáfunni breyttan farveg og gefa áfram út Eyjafréttir á 43 ára gamalli kennitölu! Blaðið hefur komið út frá 1973 en útgáfufélagið var stofnað 1978.

Við heyrum greinilega að Eyjamenn kjósa gjarnan að sjá meira „fréttasnið“ á blaðinu og viljum svara því kalli. Mannlíf, atvinnulíf, stjórnmálalíf og alls kyns líf hér á erindi sem umfjöllunarefni í víðasta skilningi og miðlarnir skulu vera vettvangur skoðanaskipta líkt og títt gerist í blöðum yfirleitt, stórum og smáum, og í frétta- og dægurmálavefjum.

Bæjarmálapólitíkin í Eyjum er á köflum býsna hvöss og einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig fjölmiðill með ritstjóra, fjölskyldutengdan bæjarstjórninni, geti fjallað af hlutlægni um mál á þeim vettvangi? Eðlilegt að spurt sé og þeirri spurningunni veltum við eðlilega fyrir okkur í stjórninni og við nýjan ritstjóra sömuleiðis. Sindri treystir sér vel til að taka fagmannlega á hlutunum og við treystum honum fullkomlega. Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.

Aðalatriðið er samt það að verk ritstjórnar og fjölmiðlafólks yfirleitt eru jafnan opinber, eðli máls samkvæmt. Í því er aðhald fólgið sem fjölmiðlar hafa og eiga að hafa.

Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er spennandi en ekki endilega létt. Það vitum við en erum ákveðin í að takast á við áskorunina. Eyjafréttir og samfélagið í Eyjum eiga það margfaldlega skilið.

Stjórn Eyjafrétta,

Atli Rúnar Halldórsson
Hjalti Enok Pálsson
Margrét Rós Ingólfsdóttir

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst