Sirrý í Gíslholti - minning
13. júlí, 2018
Sigríður Ólafsdóttir ( Sirrý í Gíslholti )

Þegar sólin stígur upp yfir jökulinn og geislar hennar glæða Eyjarnar lífi, kviknaði á deginum. Grænahlíðin og austurbærinn, veröld sem var, vaknaði til lífsins og öldurnar sem í milljónatali svella að brjósti Eyjanna austur á Urðum í taktföstum dansi við klappirnar var undraveröld. Leiksvæði okkar peyjanna í austurbænum. Í Grænuhlíðinni reis upp önnur sól á hverjum degi, vestast í götunni í húsi númer 3, hún Sirrý í Gíslholti. Það geislaði af henni krafturinn og gleðin sem gerðu hana svo stórfenglega og sjálfsagða og hluta af lífi okkar og æsku í austurbænum. Sirrý hafði tök á okkur ólátabelgjunum sem vorum eins og maurar á ferð og flugi út um allt með tilheyrandi látum, braki og brestum. Ég man enn eftir henni úti á palli með stlæðu á höfðinu í rósóttum Hagkaupsslopp kallandi á okkur og reyna að ná tökum á ástandinu. Þá voru þeir ekki ónýtir í slíkum félagskap bræðurnir á Grænuhlíð 3, Óli Kristinn, Hallgrímur og Sigurður Hjálmar. Þeir þrír voru á við meðal íbúðahverfi í gauragangi og uppátækjum en í dag væri slíku hverfi lokað fyrir almenningi til að steypa alla í sama mót greininga og aðgerðarleysis. Það kom sér vel að Sirrý hafði stóra og fallega rödd sem heyrðist víða í hverfinu þegar nöfn sonanna hljómuðu um allt og allir heyrðu nema þeir. En undir niðri skildi hún þetta allt svo vel og brosið hennar fallega bræddi hvern meðal peyja eins og smjör. Hún bjó fjölskyldunni heimili í túnjarði æskuheimilisins í Gíslholti og það var stutt að hlaupa yfir á Landagötuna í fjárhúsin eða kaffi hjá foreldrum hennar. Sirrý hljóp við fót yfir túnið og hallaði undir flatt á göngunni eins og hún væri að berjast á móti austan brælunni. Umhverfið og aðstæðurnar í Eyjum höfðu slík mótandi áhrif á fólk. Hún lét aldrei stoppa sig, var baráttukona og gallharður Týrari, ein af listrænu stjórnendum þrettándans í Eyjum í áratugi. Kjallarinn á Grænuhlíðinni var fæðingastaður tröllanna og þar glæddi Sirrý baujur, belgi og netahringi lífi sem gerðu augu barna að undirskálum og fullorðna orðlausa af gleði. Þannig var heimatilbúin gleði neistinn í lífi Sirrýjar í Gíslholti sem hún smitaði í okkar peyjanna og við búum að. Það er kannski núna sem maður sér þessa mynd fullgerða, þegar Sirrý hefur lokið dagsverki sínu fyrir fjölskylduna og samfélagið í Eyjum. Hún var þannig kona að skarð hennar verðu ekki fyllt. En minningin um Sirrý í Gíslholti er þeim mun sterkari fyrir okkur sem nú erum smátt og smátt að tínast úr þeirri veröld sem var og við tilheyrðum og kveðjum. Sirrý er eftirminnanlegur persónuleiki og allar heimsóknir til hennar á Birkihlíðina og síðustu árin á Hraunbúðir hafa skilið eftir sig hlýju og góðar minningar sem við eigum saman. Sirrý hefur leyst landfestar og róið á önnur mið þar sem hún verður áfram öflugur liðsmaður í því sem þarf að græja og gera. Vaskleg framganga og dugnaður mun fylgja henni og minningu hennar alla tíð. Sól Grænuhlíðarinnar er gengin til viðar en áfarm halda öldurnar að svella á brjóstum Eyjunnar og taktfast klappið ómar fyrir minningu Sirrýjar í Gíslholti. Í þakklætisskyni fyrir það sem hún gerði fyrir okkur og samfélagið allt.

Ég votta Tryggva og fjölskyldunni allri samúð.
Ásmundur Friðriksson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst