Sjálfstæðisflokkur stærstur í Suðurkjördæmi - Flokkur fólksins skammt undan
Oddvitar Hopmynd 20241113 192740
Oddvitar framboðana í Suðurkjördæmi. Á myndina vantar oddvita Pírata.

Síðasta skoðanakönnunin fyrir komandi þingkosningar birtist í dag. Það er Gallup sem kannaði fylgi flokka sem bjóða fram til Alþingis. Könnunin var gerð dagana 23.-29. nóvember.

Ef við skoðum Suðurkjördæmi sérstaklega í þessari könnun má sjá að Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi, eða 23,3%. Hástökkvarinn frá könnun sem gerð var í kjördæminu í síðasta mánuði er Flokkur fólksins sem mælist nú með 21,1% og bætir við sig um 12%.

Viðreisn mælist þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi, og er með 14,8%. Miðflokkurinn dalar á milli kannana og mælist nú 13,2% en var í 21,6% í október. Samfylking dalar einnig og er nú í 12,8%, en var með 19,4%. Framsókn er með 10% fylgi. Sósíalista-flokkur Íslands mælist með 1,9% og VG er með 1,3% í Suðurkjördæmi. Fjöldi svara í kjördæminu var 315.

Nánar má kynna sér nýjasta þjóðarpúls Gallup á vef RÚV.

Streymi frá leiðtogaumræðunum á Rúv í kvöld má nálgast hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.