Sjálfstæðisfólk gekk samanlagt rúmlega tvær milljónir skrefa á sunnudaginn á tuttugu stöðum um land allt í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Það samsvarar því að flokksmenn hafi gengið rúmlega hringinn í kringum landið (á þjóðvegi 1).
Göngurnar voru skipulagðar af heimafólki á hverjum stað og hittist fólk á eftir og gæddi sér á veitingum. Myndaðist mjög góð stemning í kringum viðburðina líkt og alla jafnan þegar sjálfstæðisfólk hittist og gerir sér glaðan dag. Allir þeir sem mættu voru leystir út með vatnsbrúsa merktum flokknum að hátíð lokinni sem vöktu mikla lukku.
Í Eyjum var efnt til sögugöngu um Vestmannaeyjabæ undir leiðsögn Arnars Sigurmundssonar. Að lokinni göngu voru svo grillaðar pylsur og trallað með Jarli og Gísla í Ásgarði.
Óskar Pétur lætur sig ekki vanta þegar slíkar veitingar eru í boði og myndaði herlegheitin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst