Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur
DSC 4101
Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu.

13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Geir Jón stjórnar athöfninni.

14.00 -17.00: Meistarflokkur ÍBV kvenna með kaffisölu í Akóges.

15.00: Hátíðardagskrá á Stakkó, Lúðrasveit Vestmannaeyja, heiðraðir aldnir sægarpar, Guðni Hjálmarsson stjórnar. Karlakór Vestmannaeyja. Ræðumaður dagsins er Ísólfur Gylfi. Verðlaunaafhending, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar og popp. Andlitsmálun í boði TM.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.