Í dag er gerð lokatilraun til að afstýra boðaðri vinnustöðvun sjómanna og vélstjóra á fiskiskipum. Stjórnarmaður Sjómannafélags Íslands segir enn nokkra gjá á milli aðila, segir á mbl.is í dag. Náist samkomulag ekki virðist fátt geta komið í veg fyrir að verkfall undirmanna og vélstjóra á fiskiskipum skelli á klukkan 23.00 í kvöld. Náðst hefur samkomulag um fiskverð en enn eru nokkur mál óútkljáð.
Fundur hófst klukkan 14.00 í dag þar sem fulltrúar sjómanna og vélstjóra settust að sáttaborðinu með fulltrúum útgerða. Mbl.is hefur eftir fulltrúum sjómanna að enn sé talsverð gjá á milli aðila, meða annars nýsmíðaálagið og mönnunarmálin.