Eyjamaðurinn Sölvi Breiðfjörð, sjómaður, útbjó myndband á dögunum til stuðnings sjómönnum og kjarabaráttu þeirra. Útgerðarmenn hafa hótað verkbanni og vilja að sjómenn taki á sig allt að fimmtán prósent launalækkun vegna hækkun veiðigjalds. Sjómenn vilja hins vegar fá leiðréttingu launa sinna vegna afnáms sjómannaafsláttar og því er deilan í hnút. Myndband Sölva má sjá hér að neðan.