Sjór lak inn um lensirör og eldur kviknaði í rafmagnstöflu
23. júlí, 2012
Svo virðist sem loki við lensidælu hafi ekki lokast þegar leki kom að bátnum Maggý VE. Jafnframt virkaði síðuloki ekki sem skildi þannig að sjór lak inn um lensirör bátsins og inn í vélarrúm. Eldur kviknaði svo í kjölfarið í rafmagnstöflu. Hins vegar gekk greiðlega að slökkva eldinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.