Sjötti flokkur karla í handbolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil eftir þeirra síðasta leik á tímabilinu, en þeir tryggðu sér einnig bikarmeistara titil í mars síðastliðnum. Strákarnir hafa átt glæsilegt tímabil, en þarna eru á ferð margir ungir og efnilegir leikmenn.
Liðið hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu undir öflugri leiðsögn Dóru Sifjar Egilsdóttur, aðalþjálfara liðsins, en með henni í þjálfarateyminu eru einnig þeir Petar Jokanovic, Pavel Miskevich, Morgan Goði Garner og Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson.
Eyjafréttir óskar strákunum innilega til hamingju!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst