Elliði Vignisson, bæjarstjóri er ekki mjög ánægður með skrif blaðamanna á Fréttablaðinu. Elliði skrifar stutta grein á Fésbókarsíðu sína þar sem hann fjallar um leiðara blaðsins sem Bergsteinn Sigurðsson skrifar og birtist á Vísi.is undir fyrirsögninni Uppáhaldssynir og olnbogabörn. Þar segir Bergsteinn m.a. að Elliði hefði hrósað Eyjunum fyrir afreksmanninn Hermann Hreiðarsson en að hann vilji svo ekkert kannast við meintan kynferðisglæpamann sem er búsettur í Eyjum. „Skammist ykkar,“ segir bæjarstjórinn og beinir orðum sínum til pistlahöfundar og þeirra sem undir þetta hafa tekið.