Hið árlega herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið miðvikudaginn 27. mars nk. í Akóges. Einar Björn Árnason mun ásamt úrvalsliði „kokka“ töfra fram glæsilegt veisluhlaðborð, sem alltaf hefur slegið í gegn. Eftir matinn verður svo stútfull dagskrá fram yfir miðnótt.