Það var mikið líf og fjör á Skapandi dögum Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum á dögunum. Í Skapandi dögum leggja nemendur og kennarar skólabækurnar til hliðar og vinna að öðrum hugðarefnum, s.s. matargerð, ljósmyndun, myndlist og tónlist. Skapandi dögum lauk svo með árshátíð skólans í Höllinni þar sem nemendur og kennarar sameinuðust í sínu fínasta pússi og gerðu sér glaðan dag.