Ráðstefna Eyjafrétta um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar
„Mig langar að skýra aðeins frá áhrifum á Skipalyftuna. Breytingar þær sem eru fyrirhugaðar á veiðigjöldum koma til með að hafa áhrif á fyrirtæki sem byggja þjónusta sína á viðskiptum við sjávarútvegsfyrirtæki. Er Skipalyftan í þeim hópi,“ sagði Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar á ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar síðasta fimmtudag.
Komu fram hjá honum eins og öðrum sem töluðu á ráðstefnunni áhyggjur af framtíð í sjávarútvegi verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika. „Við vitum ekki hvað áhrifin koma til með að verða mikil en það er eins í svona gjörningum sem og öðrum, óvissan er alltaf verst.“
Stefán sagði alveg ljóst að verði þessi hækkun að veruleika muni sjávarútvegsfyrirtækin draga saman í fjárfestingum og viðhaldi. „Það mun hafa mikil áhrif á þjónustufyrirtækin í Eyjum. Í Skipalyftunni starfa um 45 manns. Sem betur fer er oftast nóg að gera en það koma tímar sem okkur vantar verkefni. Til dæmis hefur loðnubresturinn haft áhrif á starfsemina. Það vita allir, engin loðna þýðir samdrátt í öllu í Vestmannaeyjum.

Ef allt fer á versta veg, frumvarp ríkisstjórnarinnar nær fram verður samdráttur. Við gætum staðið frammi fyrir því að þurfa jafnvel að segja upp fólki. Það verður ekki auðvelt og við gerum okkur grein fyrir því að ruðningsáhrifin fara upp allt samfélagið í Eyjum,“ sagði Stefán.
Hann sagði sjávarútvegsfyrirtækin hér í Eyjum, Ísfélagið og Vinnslustöðina hafi verið mjög öflug við uppbyggingu í sínum fyrirtækjum sl. ár. „Þau hafa mikið nýtt þjónustu sem er í boði hér í Eyjum. Höfum við notið góðs af því. Við vitum að slík uppbygging heldur áfram ef aðstæður leyfa. Við vitum líka að ef þessar breytingar fara í gegn kemur það harkalega niður á okkur og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum,“ sagði Stefán að lokum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.