Skipt­ing afla­heim­ilda á strandveiðum grund­vall­ist á fjölda báta

Drög að frum­varpi um svæðis­skipt­ingu strand­veiða hef­ur verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Mat­vælaráðuneytið kveðst hafa tekið til­lit til fram­kom­inna at­huga­semda.

„Fyr­ir­hugað er að skipt­ing afla­heim­ilda [milli strand­veiðisvæða] grund­vall­ist á fjölda báta sem skráður er á hvert svæði fyr­ir sig á hverju ári. Þannig verði þeim afla­heim­ild­um sem eru til ráðstöf­un­ar skipt jafnt enda sé jafn­ræði milli svæða best tryggt á þann máta,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna sem birt hef­ur verið í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Þá er gert ráð fyr­ir að Fiski­stofa stöðvi strand­veiðar á hverju landsvæði þegar leyfi­leg­um heild­arafla hef­ur verið náð, en „gert er ráð fyr­ir að lög­fest verði nýtt ákvæði um flutn­ing afla­heim­ilda milli tíma­bila og landsvæða inn­an fisk­veiðiárs­ins og einnig verður heim­ilt að flytja óveidd­ar afla­heim­ild­ir í lok fisk­veiðiárs á næsta fisk­veiðiár.“

Niður­stöður vegna sam­ráðs um áform stjórn­valda um end­urupp­töku svæðis­skiptra strand­veiða voru birt­ar í gær og höfðu bor­ast 36 um­sagn­ir vegna máls­ins.

Skipt­ar skoðanir hafa verið um svæðis­skipt­ingu veiðanna og seg­ir í niður­stöðum sam­ráðs vegna áformanna: „Sum­ir telja breyt­ing­arn­ar vera nei­kvætt skref aft­ur í tím­ann og að þær muni skapa aukna slysa­hættu og hafa önn­ur nei­kvæð áhrif á aðstæður til strand­veiða. Aðrir telja breyt­ing­arn­ar vera til bóta og að þær muni bæta skil­yrði til strand­veiða. Ráðuneytið lagði mat á um­sagn­irn­ar og hafði hliðsjón af þeim við samn­ingu nýs frum­varps.“

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.