Sagði Unnur Brá við Morgunblaðið að skipulagsbreytingar vegna ferjulægisins og eins nýrrar veglínu í Hornafjarðarósi væru þær fyrstu sem færu í þetta ferli. �?egar búið verður að samþykkja aðalskipulagið þarf framkvæmdin að fara í umhverfismat, sem tekur nokkra mánuði, og þá fyrst verður hægt að hefja framkvæmdir.
�?Við erum gríðarlega spennt og þetta opnar mýmarga nýja möguleika fyrir okkur og Vestmannaeyinga,�? sagði Unnur Brá. �?�?að er ekki síst aukin tenging byggðanna og möguleikar á samstarfi milli sveitarfélaganna sem vekur áhuga
minn. Slagkrafturinn í samstarfi sveitarfélaganna mun margfaldast við þetta. Eins mun þetta endurnýja gömul og náin tengsl frá því á árum áður.�? Komi ferjan verður auðveldara fyrir Rangæinga að sækja ýmsa þjónustu til Vestmannaeyja, t.d. bæði skóla og íþróttamannvirki, að sögn Unnar Brár.
Ferjulægi sem kemur í mitt hafnlaust Suðurland mun stuðla að auknum straumi ferðamanna til Eyja, að mati Unnar Brár. Hann fari allur í gegnum héraðið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á starfsemi þar og ferðaþjónustuna sem sé einn af lykilatvinnuvegum svæðisins. Hún minnti á að ákvörðun um gerð ferjulægisins lægi ekki fyrir en á samgönguáætlun væri gert ráð fyrir fjárveitingu í verkefnið og það væri visst skref og yfirlýsing frá stjórnvöldum um að bæta þurfi samgöngur við Vestmannaeyjar.
Morgunblaðið greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst